Hér eru nokkur dæmi um ferðir sem gætu hentað hópum. Listinn er að sjálfsögðu engan veginn tæmandi og hafið þið einhverja sérstaka áfangastaði í huga munum við gera ykkur tilboð. Að sjálfsögðu eru ferðaáætlanir háðar færð, framboði á gistingu o.þ.h.
Ekið um borgir og þorp í hjarta Englands og komið víða við. Skemmtileg og fræðandi ferð. Skoðunarferðir alla daga og hálft fæði innifalið
Keflavík
07:40
Flogið til London með FI-250 klukkan 07:40 og lent þar klukkan 11:45. Ekið þaðan til Windsor, sem er einn bústaða bretadrottningar og mun vera stærsti kastali í heimi sem enn er búið í. Leiðsögn um Windsorkastala og frjáls tími í Windsor til að fá sér hressingu og skoða bæinn. Einnig er tilvalið að rölta yfir Thamesá til skólabæjarins Eaton, sem er á árbakkanum á móti Windsor. Síðan er haldið Reading þar sem gist verður næstu 3 nætur á Hótel Millenium. Kvöldverður á hóteli.
Skoðunarferð til háskólaborgarinnar frægu, Oxford. Þar verður m.a. heimsóttur einn af hinum frægu stúdentagörðum (college) þeirra, gengið um miðbæinn og einnig verður frjáls tími þar. Síðar um daginn verður Blenheim Palace, höll hertogans af Marlborough og fæðingarstaður Winstons Churchills, heimsótt en staðurinn er ekki sízt frægur fyrir garðana sína. Skoðaðar verða þær vistarverur hallarinnar, sem eru opnar almenningi og einnig sýning sem helguð er kappanum Churchill. Kvöldverður á hóteli.
Ekið um litrík þorp og bæi í Cotswolds, sem oft er kallað “hjarta Englands”. Þar gefum við okkur tíma til að gera stuttan stanz í nokkrum bæjum og litast um. Kvöldverður á hóteli.
Heilsdagsferð til Bath, Wells og Cheddar Gorge..Farið verður í skoðunarferð um Bath og rómversku böðin þar heimsótt og safnið sem þeim tengist. Þaðan er haldið til Wells, minnstu borgar í Englandi og dómkirkjan þar skoðuð. Í lok dags er svo ekið niður eftir tilkomumikilli Cheddar-gjánni. Komið í lok dags til Bristol, þar sem gist verður á Mercure Holland House Hotel, sem er vel staðsett hótel í Bristol, næstu 2 nætur.
Farið í skoðunarferð til Bristol. Meðal annars litið á gufuskipið Great Britain, sem var fyrsta haffæra skrúfudrifna skip veraldar og stærta skip í heimi þegar það var smíðað 1843. Einnig verður litið á Clifton-hengibrúna, sem er ein frægasta brú Englands en síðan gefið góður frjáls tími í Bristol. Kvöldverður á hóteli.
Haldið af stað fyrir hádegi til Stonhenge og litið á þær merku fornminjar. Síðan er ekið til Salisbury, þar gefur m.a. að líta dómkirkju, sem er talin eins sú fegursta í Englandi og skartar hæsta kirkjuturni landsins. Þar fáum við einnig frjálsan tíma til að líta á fallega miðbæinn og fá okkur hressingu áður en haldið er til Heathrow-flugvallar þaðan sem flogið er heim klukkan 21:10 með FI-455.
ATHUGIÐ: Ferðaáætlanir eru háðar færð, framboði á gistingu o.þ.h.
Sími ferðaskrifstofu +354-520 5200
Sími flotastýringar: +354-520 5240
Opnunartími skrifstofu 8:30 – 16:30 GMT