Login

Sign Up

After creating an account, you'll be able to track your payment status, track the confirmation and you can also rate the tour after you finished the tour.
Username*
Password*
Confirm Password*
First Name*
Last Name*
Email*
Phone*
Country*
* Creating an account means you're okay with our Terms of Service and Privacy Statement.

Already a member?

Login

Login

Sign Up

After creating an account, you'll be able to track your payment status, track the confirmation and you can also rate the tour after you finished the tour.
Username*
Password*
Confirm Password*
First Name*
Last Name*
Email*
Phone*
Country*
* Creating an account means you're okay with our Terms of Service and Privacy Statement.

Already a member?

Login

Sigling um Eystrasaltið

0
Price
From174,250 kr.
Price
From174,250 kr.
Booking Form
Enquiry Form
Full Name*
Email Address*
Your Enquiry*
September 7, 2019
* Please select all required fields to proceed to the next step.

Proceed Booking

Save To Wish List

Adding item to wishlist requires an account

1012
6 dagar / 5 nætur
Keflavík
Helsinki
Ferðaupplýsingar

Skemmtileg sigling um Eystrasaltið þar sem komið er við í Helsinki, St. Pétursborg, Tallinn og Stokkhólmi. Njótið þess að sigla á skipi með fjölbreyttri afþreyingu og skoða sögufrægar borgir.

Upphafs- & endastaður

Keflavík

Brottfarartími

07:30

Dagskrá

Dagur 1.Keflavík - Helsinki

Flogið með FI-342 klukkan 07:30 frá Keflavík til Helsinki og lent á Vantaa-flugvelli klukkan 13:50. Þar bíður okkar rúta og við förum í skoðunarferð um Helsinki, þar sem við sjáum helztu kennileiti borgarinnar. Að henni lokinni er svo haldið á Hotel Scandic Marina þar sem við gistum eina nótt. Helsinki, sem stundum er kölluð „hin hvíta drottning Eystrasaltsins“ er falleg borg og þar býr um hálf milljón íbúa. Miðbær borgarinnar einkennist af breiðgötum og fögrum byggingum frá þeim tíma þegar borgin var endurskipulögð snemma á 19. öld. Helsti arkitektinn þá var Þjóðverjinn Carl Engel sem byggt hafði hús og hallir í Pétursborg. Um kvöldið er svo snæddur kvöldverður á veitingastaðnum Kappeli, sem er einn elzti og þekktasti veitingastaður borgarinnar og þar sem frægir listamenn voru fastagestir á sínum tíma.

Dagur 2.Helsinki - Princess Anastasia

Frjáls dagur í Helsinki til klukkan 16:00 en þá hittumst við á hótelinu og höldum með rútu niður að höfn og stígum um borð í skipið Princess Anastasia þar sem við munum gista næstu 4 nætur. Siglt af stað klukkan 18:00. Á skipinu eru 8 barir og veitingastaðir, heilsulind, snyrtistofa, fríhafnarverzlun og spilavíti. Kvöldverður um borð.

Dagur 3.St. Pétursborg

Komið til St. Pétursborgar klukkan 09:00. Eftir morgunverð er farið í skoðunarferð um þessa sögufrægu borg, sem eitt sinn var höfuðborg Rússaveldis og einnig verður gefinn frjáls tími. Siglt af stað aftur klukkan 19:00. Kvöldverður um borð.

Dagur 4.Tallinn

Morgunverður um borð. Komið til Tallinn, höfuðborgar Eistlands um klukkan 09:00. Farið með rútu í stutta skoðunarferð um borgina, sem síðan lýkur á Dómkirkjuhæðinni (Toompea) og farið þaðan í gönguferð um gamla bæinn. Tallinn er gömul borg sem var stofnuð á 13. öld af Valdemar sigursæla Danakonungi og var lengi ein af miðstöðvum Hansasambandsins. Gamli miðbærinn er enn að miklu leyti umgirtur borgarmúr frá miðöldum og í miðbæ Tallinn eimir enn af liðnum öldum. Siglt aftur af stað klukkan 18:30. Kvöldverður um borð.

Dagur 5.Stokkhólmur - Helsinki

Komið til Stokkhólms klukkan 09:30. Farið verður í skoðunarferð um borgina og síðan gefinn frjáls tími til þess að skoða sig um í miðborginni, ganga um Gamla stan og Drottninggatan og jafnvel skoða ABBA-safnið. Siglt áleiðis til Helsinki klukkan 17:30

Dagur 6.Helsinki - Porvoo - Keflavík

Komið til Helsinki og lagt að bryggju klukkan 11:30. Þaðan förum við í skoðunarferð til Porvoo (Borgå), sem er næstelzta borg Finnlands. Elzti bæjarhlutinn er að stofni til frá miðöldum og þar eru þröngar götur og gömul hús og fyrir ofan bæinn er dómkirkjan, sem er frá þrettándu öld. Nýrri bæjarhluti er frá fyrri hluta 19. aldar og þar bjó þjóðskáld Finna, J.L. Runeberg, seinni hluta ævi sinnar. Að lokinni stuttri skoðunarferð er farið í stutta gönguferð um gamla bæinn. Síðan er frjáls tími til þess að líta í verzlanir og ganga um litríkar götur gamla bæjarins til klukkan 15:00 en þá er haldið er til Helsinkiflugvallar þaðan sem við fljúgum merð FI- 347 klukkan 18:20 og lendum í Keflavík klukkan 18:45.

ATHUGIÐ: Ferðaáætlanir eru háðar færð, framboði á gistingu o.þ.h.

Myndir

Sími

Sími ferðaskrifstofu +354-520 5200

Sími flotastýringar: +354-520 5240

Opnunartími skrifstofu 8:30 – 16:30 GMT

Staðsetning

Vesturvör 34, 200 Kópavogur
Ísland