Würzburg


Hugmynd að ferð til Würzburgar

1.dagur. Flogið frá Keflavík og lent í Frankfurt. Þar mun bíða okkar hópferðabíll sem ekur okkur til Würzburg (ca. 2 klst. ferð). Þar verður gist næstu fjórar nætu. Boðið verður upp á stutta gönguferð, sem tekur ca. 1 ½ klst, eftir að búið er að innrita okkur á hótelið. Würzburg er gömul og falleg borg með ótal skoðunarverða staði og verzlanir. Borgin, sem var á sínum tíma sjálfstætt kirkjuríki, stendur á bökkum Main fljótsins með víggirtan kastala á hæð annars vegar við ána og gamlan miðbæ (að hluta til innan borgarmúra) hins vegar. Gömul steinbrú frá 15. öld tengir svo borgarhlutana. 


2.dagur. Frjáls dagur í Würzburg.


3.dagur. Dagsferð til Rothenburg ob der Tauber, sem er einstaklega vel varðveitt miðaldaborg og að hluta til laus við bílaumferð. Borgin var á sínum tíma ein af fríborgum Þýzka ríkisins sem voru óháð borgarlýðveldi og miðstöðvar verzlunar og viðskipta. Í Rothenburg er frægt “jólaland” sem er opið allan ársins hring. Á leiðinni til Rothenburg verður ekið um hluta hinnar svokölluðu ”Rómantísku leiðar”. Að lokinni heimsókninni til Rothenburg verður farið um vínræktarhéruðin í Franken og meðal annars litið við í vínsmökkun enda Franken-vínin fræg fyrir gæði. 


4.dagur. Brottför frá hóteli eftir morgunverð, um kl. 10:00. Flogið frá Frankfurt og lent í Keflavík síðdegis.