Sigling um Eystrasalt


Hugmynd að siglingu um Eystrasalt með viðkomu í St. Pétursborg. 

Flogið til Stokkhólms klukkan 07:35 með FI-306 og lent þar klukkan 12:30. Farið verður í skoðunarferð um borgina og síðan er haldið niður að höfn og stigið um borð í skipið Princess Anastasia þar sem við munum búa næstu 4 daga. Siglt af stað klukkan 18:00. Kvöldverður um borð. Á skipinu eru 8 barir og veitingastaðir, heilsulind, snyrtistofa, fríhafnarverzlun og spilavíti.

 Morgunverður um borð. Komið til Tallinn, höfuðborgar Eistlands um klukkan 11:30. Farið með rútu í stutta skoðunarferð en síðan er gengið um gamla miðbæinn þar sem við njótum þess að eiga frjálsan dag í þessari fornu og fallegu borg. Siglt aftur af stað klukkan 19:00. Kvöldverður um borð.

 Komið til St. Pétursborgar klukkan 09:30. Eftir morgunverð er farið í skoðunarferð um þessa sögufrægu borg, sem eitt sinn var höfuðborg Rússaveldis og einnig verður gefinn frjáls tími. Siglt af stað aftur klukkan 19:00. Kvöldverður um borð.

 Komið til Helsinki klukkan 08:00. Farið verðu með rútu í stutta skoðunarferð og m.a. litið á Klettakirkjuna. Ferðinni lýkur ívið hótel þar sem við gistum síðustu nóttina

 Flogið frá Helskinki  með Fi-343  klukkan 15:45.  Áætluð lending í Keflavík er klukkan 16:00


Ekki þarf vegabréfsáritun til Rússlands þegar heimsókn varir svo stutt.