Norðurlönd


Hugmynd að ferð um Norðurlönd

1.dagur. Flogið til til Kaumpannahafnar. Farið í stutta skoðunarferð um borgina og gist þar eina nótt.

2.dagur.Haldið af stað snemma morguns og ekið norður eftir Strandveginum til Helsingjaeyrar. Siglt yfir til Hälsingborgar og ekið um Gautaborg til Oslóar þar sem gist er eina nótt.

3.dagur.Skoðunarferð um Osló fyrri hluta dags þar sem meðal annars verður farið í Vigeland-garðinn, að víkingasafninu á Bygdö og Holmenkollen. Um eftirmiðdaginn er svo ekið um Hamar til Lillehammer og gist þar.

4.dagur.Ekið norður um Dombås til Åndalsness og um Tröllstíginn til Geirangursfjarðar þar sem gist verður.

5.dagur. Ekið suður frá Geiranger um Stryn og Förde til Sognfjarðar. Siglt yfir Sognfjörðinn og ekið til Bergen. Gist í Bergen.

6.dagur.Litast um í Bergen fyrir hádegi. Frjáls dagur.

7.dagur. Heimferð.