Helsinki og Tallinn


Hugmynd að ferð til Helsinki og Tallinn

1.dagur. Flogið frá Keflavík til Helskinki.  Ekið að vel staðsett hótel, þar sem gist verður næstu 5 nætur.


2. dagur. Skoðunarferð um Helsinki klukkan 10:00 og fram yfir hádegi. Síðdegið frjálst.


3. dagur. Frjáls dagur


4. dagur. Dagsferð til Tallinn, höfuðborgar Eistlands. Ekið er að morgni frá hóteli að ferjuhöfn og siglt til Tallinn. Eftir vegabréfsskoðun o.þ.h. er farið í skoðunarferð með rútu um borgina. Að henni lokinni er gönguferð um gömlu borgina og síðan frjáls tími í Tallin áður en haldið er niður að höfn og siglt til Helsinki. Komið til Helsinki um kvöldið.


5. dagurSkoðunarferð til Porvoo (Borgå), sem er næstelsta borg Finnlands. Elsti bæjarhlutinn er að stofni til frá miðöldum og þar eru þröngar götur og gömul hús og fyrir ofan bæinn er dómkirkjan, sem er frá þrettándu öld. Nýrri bæjarhluti er frá fyrri hluta 19. aldar og þar bjó þjóðskáld Finna, J.L. Runeberg seinni hluta ævi sinnar. Að lokinni stuttri skoðunarferð um bæinn með rútu er síðan snæddur hádegisverður og farið í stutta gönguferð um gamla bæinn. Síðan er frjáls tími til þess að líta í verslanir og ganga um litríkar götur gamla bæjarins áður en haldið er aftur til Helsinki.


6 dagur. Ekið út á flugvöll eftir hádegi. Flogið heim frá Helsinki og lent í Keflavík.