Sérhópar


Ertu að skipuleggja ferð fyrir hópinn þinn? Vantar þig góða hugmynd og hagstætt tilboð?

Leitið til þeirra sem hafa áratugareynslu í skipulagningu ferða fyrir alls konar hópa út um allan heim.

Við skipuleggjum lengri og styttri ferðir utan lands og innan fyrir allskonar sérhópa, s.s. átthagafélög, starfsmannafélög, kvenfélög, saumaklúbba, skólahópa, árshátíðarferðir o.fl. Dagsferðir, helgarferðir og lengri ferðir.

Láttu okkur sjá um pakkann. Við útvegum flug, akstur, gistinu, máltíðir, leiðsögn og allt sem ykkur hugnast að hafa innifalið í ferðapakkanum ykkar.

Hér er að finna nokkur dæmi um vinsælar ferðir, sem við höfum skipulagt fyrir hina ýmsu hópa á undangengnum árum.

Að sjálfsögðu er það ykkar velja dagsetningar, áfangastaði og lengd ferðar og okkar að koma ferðinni af stað. 

Hikið ekki við að hafa samband við okkur í síma 511 1515 eða sendið okkur tölvupóst á outgoing@gjtravel.is og við sendum ykkur tilboð.