Þýskaland og Tékkland


Spennandi þriggja landa sýn. Gist verður í þýzku borginni Passau, þar sem stórfljótin Dóná og Inn mætast, og farið þaðan í dagsferð til Tékklands og á siglingu niður Dóná til Austurríkis.

10.05.         Flogið til München með FI-532 klukkan 07:20 og lent þar klukkan 12:00. Ekið til borgarinnar Passau, þar sem gist verður næstu 4 nætur á IBB Hotel. Passau er oft nefnd þriggja fljóta borgin því þar renna saman árnar Dóná, Inn og Ilz. Sameiginlegur kvöldverður.

11.05.         Farið í dagsferð til Césky Krumlov í Tékklandi. Ceský Krumlov er gömul og fögur borg, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Sameiginlegur kvöldverður.

12.05.         Frjáls dagur í Passau. Sameiginlegur kvöldverður.

13..05.        Farið um hádegi á siglingu niður Dóná inn í Austurríki á glæsilegu fljótaskipi.  Siglt verður fram hjá ármótum Inn og Dónár og niður skipastiga við landamæri Þýzkalands og Austurríkis. Í Austurríki er stanzað í smáþorpinu Engelhartzell þar sem er að finna gamalt munkaklaustur með glæsilegri klausturkirkju og verzlun þar sem reglubræðurnir selja bjór, líkjöra og annað sem þeir framleiða sjálfir. Komið aftur til Passau um klukkan 18:00. Sameiginlegur kvöldverður.

14.05.      Ekið um klukkan 09:00 til München og flogið heim með FI-533 klukkan 14:05. Áætluð lending í Keflavík klukkan 16:00.

 

Verð á mann: 136.500,-

Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna herbergi, morgunverður og akstur samkvæmt lýsingu og fararstjórn.

Aukagjald fyrir einsmanns herbergi er 12.600,-

Verð miðast við lágmark 25 manna hóp.
Fararstjóri: Emil Örn Kristjánsson
Um aðra skilmála sjá almennir skilmálar

Hafið samband í síma 5205200 og fáið nánari upplýsingar