Norður England


Skemmtileg ferð um Norður England. Gist í Jórvík, þar sem Egill Skallgrímsson gerði garðinn frægan, ekið um Jóvíkurheiðar að Norðursjávarströndinni og einnig yfir Pennínafjöllin til Vatnahéraðsins, innblásturs skálda og listamanna. Í lok ferðar er gist í stórborginni Manchester.

Ferðaáætlun er eftirfarandi.

 05.09.  Flogið með FI-440 klukkan 08:00 til Manchester og lent þar klukkan 11:35. Ekið þaðan til Jórvíkur (York) þar sem gist verður næstu 3 nætur á vel staðsettu hóteli. Sameiginlegur kvöldverður.

06.09.  Litast um í Jórvík, sem er sögufræg og falleg borg þar sem Egill Skallagrímsson kvað kvæðið Höfuðlausn á sínum tíma. Sameiginlegur kvöldverður. 

07.09.  Dagsferð um Jórvíkurheiðar og til Whitby sem er fagur og gamall bær við strönd Norðursjávar og hefur lengi verið fjölsóttir af ferðamönnum. Snæddur léttur hádegisverður. Sameiginlegur        kvöldverður.  

 08.09.  Ekið um Vatnahéraðið, sem er fallegt fjallasvæði á NV-Englandi, þar sem er að finna fögur stöðuvötn sem héraðið dregur nafn sitt af. Það var á sínum tíma innblástur rómatískra skálda, sem  kölluðust einu nafni Vatnaskáldin. Komið í lok dags til Manchester þar sem gist verður  á vel staðsettu hóteli næstu 2 nætur. Kvöldverður á hóteli.

 09.09.  Frjáls dagur Manchester. Sameiginlegur kvöldverður 

 10.09.  Haldið um klukkan 10:30 til Manchester-flugvallar og flogið heim með FI-441 klukkan 13:25. Áætluð lending í Keflavík klukkan 15:00.

 

 

Verð: 162.500.-

Verð á mann í einbýli.  39.500.-

Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna herbergi,

morgunverður, kvöldverður, einn hádegisverður, allur akstur og skoðunarferðir

samkvæmt lýsingu.

Fararstjóri er Emil Örn Kristjánsson.

Um aðra skilmála sjá almennir skilmálar

Hafið samband í síma 5205200 og fáið nánari upplýsingar