I.A.A. Ferð 2018


  

Alþjóðlega þýska bifreiðasýningin var fyrst haldin í Frankfurt árið 1900. Annað hvert ár er haldin atvinnubifreiðasýning í Hannover, þar sem allir helstu framleiðendur sýna það nýjasta í framleiðslu sinni, auk þess sem fjöldi annara framleiðenda sem sýna ýmsa bifreiðahluti. Eins og áður bjóðum við ferð á sýninguna í ár og er ferðaáætlun eftirfarandi:

20. september fimmtudagur.
Flogið til Hamborgar með Flugleiðum FI-510 kl.07:50 og lent þar kl.13:05. Ekið þaðan til Celle, sem er gamall bær ca. 50 km. norðaustur af Hannover þar sem gist verður næstu 3 nætur á Hotel Heidekönig (www.heidekoenig-celle.de). Celle er um 70.000 manna bær. Það tekur innan við klukkustund að keyra á milli bæjarins og Hannover.

21. september föstudagur
Eftir morgunverð er ekið til Hannover og deginum varið á I.A.A. sýningunni.


22. september laugardagur.
Deginum varið á sýningunni. Ekið til Celle eftir sýningu.

23. september sunnudagur.
Heimferðadagur. Ekið frá Celle til Hamborgar í tæka tíð til að fljúga heim með flugi Flugleiða FI-511 kl. 14:05 og lent í Keflavík kl.15:15.

Verð á mann: 117.100.- krónur.

Innifalið í verði 

  • flug og flugvallaskattar,
  • gisting í tveggjamanna herbergi með morgurverði
  • allur akstur samkvæmt lýsingu.
  • íslensk fararstjórn

Aukagjald fyrir gistingu í einsmanns herbergi er 19.900,- krónur

Verð miðast við gengi Evru og forsendur 31. Maí 2018.