Busworld 2019


Hópferðabifreiðasýningin í Brussel 2019

Busworld hópbfireiðasýningin er haldin í Belgíu annað hvert ár. Árið 2019 flyst hún frá Kortrjik til Brussel. Sýningin er ein sú stærsta sem haldin er í Evrópu og þar keppast allir helstu framleiðendur hópbifreiða að sýna nýjungar í framleiðslu sinni. Auk þess eru sýnendur á ýmsum búnaði og varahlutum tengdum hópbifreiðum. Á undanförnum árum hefur sýningin verið fjölsótt frá Íslandi. Í ár er sýningin haldin dagana 18.-23. október. Ferðaskrifstofa G.J. efnir til hópferðar á sýninguna í ár eins og undanfarin ár.

Smelltu hér til að sjá vef sýningarinnar

Ferðaáætlun er eftirfarandi:

18.10.  föstudagur: Flug til Brussel FI554 klukkan 7:40 að morgni frá Keflavík. Lent í Brussel klukkan 12:45 og ekið þaðan á vel staðsettu hóteli í miðbæ  Brussel, um 30 mínútna akstur frá flugvelli. Þar verður gist næstu 3 nætur.

Dagana 19. og 20. 10. eftir morgunverð er ekið  að sýningunni, deginum eytt þar og ekið til baka í lok dags.

21.10. mánudagur: Heimferðardagur. Ekið frá hóteli klukkan 11:00 að flugvelli í Brussel. Brottför flugs FI555  er kl 14:00 og lent í Keflavík klukkan 15:15

Verð á mann: 119.000,-

Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna herbergi, morgunverður og allur akstur samkvæmt lýsingu.

Aukagjald fyrir einsmanns herbergi er 31.500,-

Verð miðast við lágmark 30 manna hóp.
Verð miðast við gengi og forsendur 12.12. 2018

Um aðra skilmála sjá almennir skilmálar

Hafið samband í síma 5205200 og fáið nánari upplýsingar