Bauma sýningin 2019


Bauma-sýningin í München er stærsta sýning á sviði byggingariðnaðar í Evrópu. Hún er haldin þriðja hvert ár og eins og áður mun Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar bjóða hópferð á þessa miklu sýningu.

Þann 10. apríl verður flogið með flugi Flugleiða FI 532 frá Keflavík klukkan 07:20 og lent í München klukkan 13:05. Þaðan er síðan ekið að sýningasvæðinu svo menn geti skráð sig inn á sýninguna og litið inn en síðan er haldið til Wörth (60 km.) þar sem gist verður næstu þrjár nætur á samnefndu hóteli. Wörth er smábær ekki langt frá bænum Landshut.


Dagana 11., 12. og 13. apríl verður síðan ekið á hverjum morgni til München á Bauma-sýninguna og til baka í lok dags.

Á síðasta degi, þann 14. apríl er svo ekið um kl.11:00 til Münchenflugvallar og flogið þaðan með FI 533 klukkan 14:05 til Keflavíkur þar sem lent verður klukkan 16:00.

Verð á mann: 145.500,- krónur.

Innifalið í verði er

  • flug og flugvallaskattar
  • gisting í tveggjamanna herbergi með baði
  • morgunverður allur akstur samkvæmt lýsingu


Aukagjald fyrir einsmanns herbergi er 25.500,- krónur.
Verð miðast við gengi og forsendur 12.12. 2018
Lágmarksheildarfjöldi 25 manns.

Um aðra skilmála sjá almennir skilmálar

Hafið samband í síma 5205200 og fáið nánari upplýsingar