Jólaferð til Edinborgar


Jólaferð til Edinborgar

Edinborg er höfuðborg Skotlands og næststærsta borg landsins. Borgin er einstaklega fögur og eru stórir hlutar hennar á verndarskrá Sameinuðu þjóðanna. Jólamarkaðurinn hefur verið staðsettur við rætur Kastalahæðarinnar í hjarta Edinborgar í mörg ár. Gestir þessa hefðbundna jólamarkaðar upplifa ævintýralega stemningu þar sem þeir rölta á milli sölubása listamanna sem bjóða fallega handverksmuni og þeirra sem bjóða kræsingar sem kitla bragðlaukana. Einnig er tilvalið að líta í stórverslanir á Princes street, ganga á milli vertshúsa og verslana á " Royal Mile" skoða Edinborgarkastala sem er á verndaskrá Sameinuðu þjóðanna eða bara slappa af og njóta þess að horfa á mannlífið. Ekki er hægt annað en komast í jólaskap. 

22.11. Flug frá Keflavík FI-430 kl. 07:35, lent í Glasgow  kl. 09: 45. Þar mun bíða okkar hópferðabíll sem ekur okkur til Edinborgar (ca. 1 klst. ferð). Gisting 3 næstu  nætur á Mercure hóteli við Princess str.  Hótelið er vel staðsett í miðbæ Edinborgar örstutt frá Edinborgarkastala, Royal Mile og Princes Street, sem er helsta verslunargatan. 

25.11. Brottför frá hóteli eftir morgunverð, um kl. 09:30. Flogið með FI431 kl. 12:55 frá Glasgow og lent í Keflavík kl. 15:15.

Verð á mann: 98.500,-

Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna herbergi, morgunverður og akstur samkvæmt lýsingu.

Aukagjald fyrir einsmanns herbergi er 18.500,-

Verð miðast við lágmark 20 manna hóp.

Um aðra skilmála sjá almennir skilmálar

Hafið samband í síma 5205200 og fáið nánari upplýsingar